Um okkur
Hafa samband


Efnasmiðjan er vinnustofa stofnuð í ágúst 2019 af vöruhönnuðunum Ingu Kristínu Guðlaugsdóttur og Elínu Sigríði Harðardóttur. 

Elín og Inga útskrifuðust með BA próf í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands vorið 2019. Sameiginleg gildi þeirra sem hönnuða hvöttu þær til samstarfs. Þær hafa unnið saman að verkefninu „Lúpína í nýju ljósi“ frá árinu 2017 og fengu Nýsköpunarverðlaun Forseta Íslands árið 2018 fyrir þá vinnu. Í dag hafa þær stofnað saman fyrirtækið Efnasmiðjan og er lúpínuverkefnið eitt af aðalverkefnum þess.

Elín er fædd og uppalin á Höfn. Áður en hún hóf nám í vöruhönnun starfaði hún m.a. sem gæðastjóri í sjávarútvegsfyrirtæki, sjálfstætt starfandi við hönnun fræðslu - og upplýsingaskilta, garðyrkjustjóri Hornafjarðar og við skógrækt fyrir Skógræktarfélag A-Skaft. Elín dregst að verkefnum sem ganga út á að vinna með náttúrunni á sjálfbæran vegu og að kanna nýjar leiðir með hráefni hennar.

Inga var sjálfstætt starfandi kjólameistari þar til hún fór í vöruhönnunarnám í LHÍ. Hún fékkst við framleiðslu á ýmsum fatnaði, búningum og fylgihlutum, ásamt öðrum verkefnum sem tengdust þeirri starfsemi. Hún hefur einng unnið sem tækniteiknari. Inga er uppalin í Austur-Landeyjum og á þar jörð sem hún tengir við mörg af verkefnum sínum. Þaðan kemur hugmyndin að lúpínuverkefninu sem átti upptök sín í Listaháskólanum en Inga hóf að vinna með plöntuna þar haustið 2016. Sú vinna fólst í tilraunum með notkun lúpínunnar sem hráefnis.








 efnasmidjan [at] efnasmidjan.is


 Inga  8980345   inga [at] efnasmidjan.is

 Ella  6912246    elin [at] efnasmidjan.is





 



© Efnasmiðjan 2024