Á döfinni:

LuLam Wrap


Efnasmiðjan hefur nú hafið samstarf við Sedna Biopack um þróun á umhverfisvænu rakaheldu trefjaefni úr íslenskum sjálfbærum endurnýjanlegum auðlindum, alaskalúpínu og þara. Notkunarmöguleikar efnisins geta verið margs konar. Nú er unnið að þróun umbúða fyrir íslensk matvæli úr efninu í samstarfi við Matís og Sölufélag Garðyrkjumanna. Umbúðirnar kallast LuLam Wrap og verkefnið er styrkt af Matvælasjóði. 




Lúpína í nýju ljósi, trefjaefni framtíðar - verkefni lokið


Verkefninu „Lúpína í nýju ljósi, trefjaefni framtíðar“, sem unnið var í samstarfi við Matís og styrkt af Tækniþróunarsjóði, er nú lokið og hefur markmiðum þess verið náð. Meginmarkmið verkefnisins var að þróa niðurbrots- og vinnsluaðferð sem ....nánar.



Varðveisla, vefverslun og facebook síða


Varðveisla hefur opnað vefverslun https://www.vardveisla.is Þar er hægt að kaupa gerjunarílát og nálgast allar upplýsingar um vörur Varðveislu.

Einnig hefur verið stofnuð facebook síða til að halda utan um verkefnið https://www.facebook.com/vardveisla





Efnasmiðjan í Tæknisetri


Efnasmiðjan flutti aðstöðu sína haustið 2021. Við störfum nú að lúpínuverkefninu í húsakynnum Tækniseturs og njótum þar samstarfs við prófanir á byggingarefnum.  ... nánar

Hönnunarmars 2021 - „Maus, vas og verðmæti“


Annað árið í röð var Hönnunarmars haldinn á óhefðbundum tíma eða dagana 19. - 23. maí. Efnasmiðjan opnaði vinnustofu sína fyrir gestum og bauð upp á sýningu á verkefnunum; Varðveisla, súrkálsveisla í Efnasmiðjunni og Lúpína í nýju ljósi, í hringrás náttúrunnar.  ....nánar.

Framleiðsla hafin á ílátum Varðveislu



Varðveisla hefur hafið framleiðslu á gerjunarílátum til súrkálsgerðar og eru þau til sölu hjá okkur í Efnasmiðjunni. Nokkrir aðilar, bæði reyndir og óreyndir í súrkálsgerð og ýmis konar gerjun á grænmeti og öðrum matvælum, hafa prófað ílátin og láta vel af útliti þeirra og virkni. ....nánar.
Lúpína í nýju ljósi, trefjaefni framtíðar

er samstarfsverkefni Efnasmiðjunnar og Matís sem Tækniþróunarsjóður Íslands styrkir. Það gengur út á rannsóknir á trefjaefni úr alaskalúpínu. Markmiðið er að nýta þær til að þróa umhverfisvænt trefjaefni s.s. umbúðir og byggingarefni. ....nánar.

Í Landanum á RÚV


Fjallað var um lúpínuverkefnið í Landanum á RÚV nú í haust. Eins og segir á vef þáttarins er hann vikulega á dagskrá og fjallar um lífið í landinu. Landinn ferðast um og hittir fólk sem fæst við margt áhugavert og skemmtilegt. Smellið á myndina og þá birtist þátturinn.

Flakk


Í kjölfar Hönnunarmars 2020, bauð Lísa Páls okkur í Efnasmiðjunni í þáttinn Flakk sem er vikulega á Rás 1 hjá RÚV. 

https://www.ruv.is/utvarp/spila/flakk/21457/7i5kbs 

Í þáttunum flakkar Lísa um byggingarefni framtíðar og fjallar um nýsköpun og nýungar í byggingarefnum sem miða að bættri umhverfisvitund og nýtingu þeirra efna sem notuð eru nú þegar. Þættirnir eru afar áhugaverðir og fræðandi.

Hönnunarmars 2020 -  „Og hvað svo?“



Efnasmiðjan kom við sögu á Hönnunarmars með því að taka þátt í sýningunni „Og hvað svo? Hið byggða umhverfi og hamfarahlýnun“ á Hafnartorgi dagana 24. - 28. júní. Þar sameinuðust í sýningu, Arkitektafélags Íslands, Félag íslenskra landslagsarkitekta og Grænni byggð, um framtíð hins byggða umhverfis. „Lúpína í nýju ljósi“ mun var þar til sýnis sem verkefni í þróun og hugsanalega framtíðarlausn á sviði byggingarefna.

Í landslagi


Efnasmiðjan tók þátt í samsýningunni „Í landslagi“ í Svavarssafni á Höfn veturinn 2019-2020. Sýningin fjallaði um hvernig landslag mótast af þeim náttúrulegu og manngerðu fyrirbærum sem þar eru sýnileg. Þar kynntum við alaskalúpínuna bæði sem blóm og byggingarefni. Samhliða samsýningunni var sölusýningin „Óværa eða ábati“ haldin í andyri Ráðhússins á Höfn. Meira um hana má sjá hér.

Lúpína í nýju ljósi


er verkefni sem gengur út á rannsóknir og efnistilraunir með alaskalúpínu. Markmiðið er að nýta rannsóknirnar til að þróa umhverfisvænt trefjaefni s.s. umbúðir og byggingarefni úr lúpínu...nánar.  


Nánari upplýsingar um forsögu verkefnisins er á heimasíðu þess lupineproject.com.

Varðveisla


er vörulína sem samanstendur af ílátum úr leir sem hönnuð eru til að búa til mat með gömlum aðferðum. Fyrstu ílátin sem eru í þróun eru til að auðvelda að gerja súrkál og að varðveita súrdeigs móður...nánar

Efnasmiðjan verður til


Í ágúst 2019 var Efnasmiðjan ehf stofnuð til að halda utan um verkefnið Lúpína í nýju ljósi og önnur verkefni sem eigendur hennar vinna að.

Grafíski hönnuðurinn Helena Rut Sveinsdóttir hannaði merki Efnasmiðjunnar. Merkið vísar í heiti fyrirtækisins, gildi okkar og markmið, sem eru meðal annars hringrásar ferlar og sjálfbærni.

Tilgangur félagsins er hönnun, þróun og framleiðsla á afurðum og listmunum. Hönnun og uppsetning sýninga, viðburða og önnur þjónusta er lítur að hönnun.

 efnasmidjan [at] efnasmidjan.is


 Inga  8980345   inga [at] efnasmidjan.is

 Ella  6912246    elin [at] efnasmidjan.is

© Efnasmiðjan 2024