Efnasmiðjan í Tæknisetri


Efnasmiðjan flutti aðstöðu sína haustið 2021. Við störfum nú að lúpínuverkefninu í húsakynnum Tækniseturs og njótum þar samstarfs við prófanir á byggingarefnum.  ... nánar



Hönnunarmars 2021 - „Maus, vas og verðmæti“


Annað árið í röð var Hönnunarmars haldinn á óhefðbundum tíma eða dagana 19. - 23. maí. Efnasmiðjan opnaði vinnustofu sína fyrir gestum og bauð upp á sýningu á verkefnunum; Varðveisla, súrkálsveisla í Efnasmiðjunni og Lúpína í nýju ljósi, í hringrás náttúrunnar.  ....nánar.



Í Landanum á RÚV


Fjallað var um lúpínuverkefnið í Landanum á RÚV nú í haust. Eins og segir á vef þáttarins er hann vikulega á dagskrá og fjallar um lífið í landinu. Landinn ferðast um og hittir fólk sem fæst við margt áhugavert og skemmtilegt. Smellið á myndina og þá birtist þátturinn.






Flakk


Í kjölfar Hönnunarmars 2020, bauð Lísa Páls okkur í Efnasmiðjunni í þáttinn Flakk sem er vikulega á Rás 1 hjá RÚV. 

https://www.ruv.is/utvarp/spila/flakk/21457/7i5kbs 

Í þáttunum flakkar Lísa um byggingarefni framtíðar og fjallar um nýsköpun og nýungar í byggingarefnum sem miða að bættri umhverfisvitund og nýtingu þeirra efna sem notuð eru nú þegar. Þættirnir eru afar áhugaverðir og fræðandi.



Hönnunarmars 2020 -  „Og hvað svo?“



Efnasmiðjan kom við sögu á Hönnunarmars með því að taka þátt í sýningunni „Og hvað svo? Hið byggða umhverfi og hamfarahlýnun“ á Hafnartorgi dagana 24. - 28. júní. Þar sameinuðust í sýningu, Arkitektafélags Íslands, Félag íslenskra landslagsarkitekta og Grænni byggð, um framtíð hins byggða umhverfis. „Lúpína í nýju ljósi“ mun var þar til sýnis sem verkefni í þróun og hugsanalega framtíðarlausn á sviði byggingarefna.
  


Í landslagi


Efnasmiðjan tók þátt í samsýningunni „Í landslagi“ í Svavarssafni á Höfn veturinn 2019-2020. Sýningin fjallaði um hvernig landslag mótast af þeim náttúrulegu og manngerðu fyrirbærum sem þar eru sýnileg. Þar kynntum við alaskalúpínuna bæði sem blóm og byggingarefni. Samhliða samsýningunni var sölusýningin „Óværa eða ábati“ haldin í andyri Ráðhússins á Höfn. Meira um hana má sjá hér.

Efnasmiðjan verður til


Í ágúst 2019 var Efnasmiðjan ehf stofnuð til að halda utan um verkefnið Lúpína í nýju ljósi og önnur verkefni sem eigendur hennar vinna að.

Grafíski hönnuðurinn Helena Rut Sveinsdóttir hannaði merki Efnasmiðjunnar. Merkið vísar í heiti fyrirtækisins, gildi okkar og markmið, sem eru meðal annars hringrásar ferlar og sjálfbærni.

Tilgangur félagsins er hönnun, þróun og framleiðsla á afurðum og listmunum. Hönnun og uppsetning sýninga, viðburða og önnur þjónusta er lítur að hönnun.

© Efnasmiðjan 2022